Colonial greiddi netglæpamönnum lausnargjald

Bensínstöðvar tæmast hver á fætur annarri vegna þess að olíuleiðsla …
Bensínstöðvar tæmast hver á fætur annarri vegna þess að olíuleiðsla Colonial hefur legið niðri. AFP

Olíuleiðslufyrirtækið Colonial Pipeline hefur greitt netglæpamönnum 5 milljónir Bandaríkjadala í lausnargjald til að endurheimta gögn og endurvekja tölvukerfi fyrirtækisins sem hefur legið niðri í viku í kjölfar netárásar. Fyrirtækið hefur tilkynnt starfsemin muni hefjast aftur næsta miðvikudagskvöld, en þó muni taka nokkra daga koma henni í eðlilegt horf. 

Loka þurfti á olíuleiðslu fyrirtækisins Colonial á sunnudag eftir netárásina sem lamaði tölvukerfi þess, en netglæpamennirnir kröfðust lausnargjalds gegn því koma kerfinu aftur upp. Colonial voru búnir gefa út þeir hygðust ekki borga lausnargjaldið sem netglæpamennirnir kröfðust, en lítur út fyrir þeir hafi skipt um skoðun.  

Olíuleiðslan sem um ræðir flytur um 300 milljónir lítra af olíu á dag frá olíulindum í Texas og til áfangastaða á austurströnd Bandaríkjanna, en um 45% þeirrar olíu sem notuð er á austurströndinni er flutt með leiðslunni. Hún er enn ónothæf og mikið magn olíu safnast nú upp í Suðurríkjum Bandaríkjanna.

Stöðvun á starfsemi Colonial hefur skapað örvæntingu meðal íbúa á svæðinu enda ekkert nýtt eldsneyti að berast bensínstöðvum þegar olíuleiðsla Colonial liggur niðri. Eldsneytisverð í suðausturhluta Bandaríkjanna hefur rokið upp, vegna takmarkaðs framboðs, en það hefur ekki verið jafn hátt síðan 2014.

Í síðustu viku samþykkti Joe Biden Bandaríkjaforseti tilskipun sem snýr þvíðist verði í að stuðla auknu netöryggi stofnana til þess koma í veg fyrir netárásir sem þessar. Það Colonial hafi látið undan og greitt lausnargjaldið hefur verið álitið gera lítið úr þessum áætlunum ríkisstjórnarinnar.

Vinnubrögð The DarkSide

Netglæpamennirnir á bak við árásina mynda hóp sem ber nafnið The DarkSide. Þeir vinna þannig þeir brjótast inn í tölvukerfi fyrirtækja, safna viðkvæmum upplýsingum og gefa svo út tilkynningu til fyrirtækjanna upplýsingunum verði lekið ef ekki er greitt lausnargjald. Uns lausnargjaldið er greitt valda þeir því allt tölvukerfið liggur niðri svo starfsemi getur ekki haldið áfram.  

þegar Colonial hefur greitt lausnargjaldið, sem nemur 5 milljónum Bandaríkjadala, er unn því endurvekja tölvukerfið á ný. Netglæpamennirnir hafa þó verið í vandræðum með afturkalla aðgerðirnar svo starfsfólk Colonial vinnur sjálft hörðum höndum endurheimtingu gagnanna til þess starfsemi fyrirtækisins geti hafist á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert