Féllu í mótmælum á Vesturbakkanum

Átökin hafa færst yfir á Vesturbakkann.
Átökin hafa færst yfir á Vesturbakkann. AFP

Að minnsta kosti ellefu Palestíumenn hafa látið lífið í skærum við hersveitir Ísraelsmanna á Vesturbakkanum í dag, að því er fram kemur í umfjöllun BBC. Áætlað er að minnst 126 hafi látist á Gaza-svæðinu en átta í Ísrael, síðan átökin brutust út á mánudag.

Vesturbakkinn er hernumið landsvæði vestur af Jórdan-fljóti, að hluta undir stjórn Palestínumanna og stjórn Ísraelshers. Meirihluti íbúa svæðisins eru Palestínumenn en töluverður fjöldi gyðinga býr í landnemabyggðum á svæðinu.

Harka færist í átökin 

Átökin hafa færst yfir stærra landsvæði yfir undanfarna daga þar sem mikil átök hafa brotist út á Vesturbakkanum milli Ísraelshers og ungra Palestínumanna sem eru slegnir yfir atburðum síðastliðinna daga eins og fréttaritari BBC kemst að orði.

Of­beld­is­bylgja geng­ur einnig yfir inn­an Ísra­els. Brot­ist hafa út slags­mál á milli fylk­inga gyðinga og ar­aba í helstu borgum land­sins en Reuven Rivlin, for­seti Ísraels, hef­ur varað við að borg­ara­styrj­öld gæti brot­ist út ef ekk­ert verði að gert.

AFP
AFP
Palestínskir skæruliðar söfnuðust saman við Vesturbakkann í dag.
Palestínskir skæruliðar söfnuðust saman við Vesturbakkann í dag. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert