Fjöldi smita nær nýjum hæðum í Taílandi

Meira en tvo þriðju tilfella smita má rekja til fangelsa …
Meira en tvo þriðju tilfella smita má rekja til fangelsa í Taílandi AFP

Covid-19 smit í Taílandi náðu nýjum hæðum í dag. Fjöldi smita var um 10.000. Meira en tvo þriðju tilfellanna má rekja til fangelsa, eða um 6.853 smit. 

Þar til í síðasta mánuði hafði landinu tekist að halda smitum í lágmarki, m.a. með takmörkunum á ferðamönnum til landsins og skjótum einangrunum á staðfestum smitum.

Ástæðu fjölda smita í fangelsum Taílands má rekja til síðustu viku, þegar baráttumaður í fremstu röð lýðræðishreyfingar Taílands tilkynnti að hún hafði fengið jákvætt úr sýnatöku. Þá aðeins fimm dögum eftir að hafa verið látin laus úr fangelsi í Bankok gegn tryggingu.

Fangelsismálastofnun Taílands hefur gefið út að allir fangar landsins verði skipaðir í skimun, meira en 310 þúsund fangar sem eru í 143 fangelsum víðsvegar um landið. Þá segir Somsak Thepsuthin, dómsmálaráðherra Taílands, mögulega þurfa að íhuga sérstakt skilorðsbundið fangelsi fyrir smitaða fanga ef ekki tekst að ná utan um smitin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert