Andrew Giuliani býður sig fram

Andrew Giuliani býður sig fram.
Andrew Giuliani býður sig fram. AFP

Andrew Giuliani, sonur Rudy Giuliani, fyrrverandi lögmanns Donalds Trumps, tilkynnti í dag að hann ætlaði að bjóða sig fram í embætti ríkisstjóra New York-ríkis.

„Saman munum við endurreisa New York,“ tísti Giuliani yngri í dag.

Hann hefur síðastliðin fjögur ár unnið í Hvíta húsinu undir stjórn Trumps, þáverandi forseta Bandaríkjanna.  

„Ég er fæddur stjórnmálamaður, það er í blóðinu mínu,“ segir Andrew og vísar þar til föður síns sem áður var borgarstjóri New York.

Ef Giuliani vinnur forkosningar Repúblikanaflokksins gæti hann mætt Andrew Cuomo, sem er núverandi ríkisstjóri New York. Hann er búinn að vera í embætti síðan 2011 og þriðja kjörtímabil hans tekur enda á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert