Lögðu hald á 400 kíló af kókaíni

Ítalskir lögreglumenn að störfum.
Ítalskir lögreglumenn að störfum. AFP

Ítalska lögreglan lagði hald á yfir 400 kíló af kókaíni frá Suður-Ameríku í samstarfi við yfirvöld í Kósóvó og Albaníu.

Talið er að virði fíkniefnanna sé yfir 100 milljónir evra, eða um 15 milljarða króna. Þau fundust fyrst í höfninni í Gioia Tauro, í suðurhluta ítalska héraðsins Calabria.

Þau voru geymd í gámi frá Santos í Brasilíu sem átti opinberlega að flytja kjúkling.

Ítölsk yfirvöld ákváðu að láta gáminn halda áfram ferðalagi sínu til Lipjan í Kósóvó.

Þar gripu lögreglumenn frá Ítalíu, Albaníu og Kósóvó inn í og handtóku 25 manns. Þar á meðal voru sjö kærðir fyrir alþjóðlegt fíkniefnasmygl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert