Mikið magn af Viagra í frárennslisvatni

Stinningarlyfið Viagra er afar vinsælt í Suður-Kóreu.
Stinningarlyfið Viagra er afar vinsælt í Suður-Kóreu.

Mikið magn Viagra og annarra lyfja sem notuð eru við risvandamálum finnst í frárennslisvatni höfuðborgar Suður-Kóreu, Seúl. Fastlega er gert ráð fyrir að magnið haldi áfram að aukast í suðurkóreskum borgum að sögn rannsakenda.

Mest fannst af efninu, Phosphodiesterase-5 inhibitors (PDE-51), í frárennslisvatni borgarinnar um helgar og sérstaklega í Gangnam-hverfinu en þar eru flestir næturklúbbar, barir og vændishús að finna í borginni.

Miðað við útreikninga vísindamanna er magnið af PDE-5i 31% meira á þessum svæðum en þeim þar sem næturlífið er rólegra.

Um 23% karla í Suður-Kóreu á aldrinum 30-39 ára glímir við risvandamál að því er fram kemur í þarlendum rannsóknum og lyf sem innihalda PDE-5i voru seld fyrir 133 milljónir bandaríkjadala í S-Kóeru árið 2019.

mbl.is