Krefur andstæðing sinn um bætur

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP

Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan hefur höfðað mál gegn sínum helsta pólitíska andstæðing vegna ummæla hennar þar sem hún bar Erdogan saman við Benjamin Netanjahú forsætisráðherra Ísraels. 

Meral Aksener, sem er þjóðernissinnuð íhaldskona og leiðtogi Iyi flokksins (e. Good Party), sagði á tyrkneska þinginu á þriðjudag að Netanjahú og Erdogan noti svipaðar aðferðir til að halda í völd sín. Hún sagði að herferð Netanjahú gegn palestínskum vígahópum á Gaza-svæðinu, sem Erdogan hefur gagnrýnt harðlega, sé drifin áfram af stjórnmálum og vilja forsætisráðherrans til að auka stuðning sinn hjá kjósendum í kjölfar fjögurra ófullnægjandi kosninga á tveimur árum. 

Á miðvikudagskvöld sagði Erdogan að ummæli Aksenser hafi verið „ósiðleg“. 

„Ég hef aldrei hitt Netanjahú. Netanjahú hefur aldrei og verður aldrei vinur okkar,“ sagði forsetinn. 

Í stefnu sinni krefst Erdogan því sem jafngildir rúmlega 3,5 milljónum króna í bætur fyrir ummæli Aksenser. 

Afstaða Erdogan gagnvart hernaðaraðgerðum Ísrael hefur verið gagnrýnd af Sameinuðu þjóðunum, sem sakar forsetann um gyðingahatur. Stuðningur Erdogan við Palestínu hefur aftur á móti aukið vinsældir hans á Miðausturlöndum. Í sjónvarpaðri ræðu fyrr í vikunni varði forsetinn ummæli sín í garð Ísrael: 

„Ef við þurfum að gjalda fyrir það... að standa með hinum saklausu, við munum aldrei hika við að greiða það gjald,“ sagði hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert