Fjórtán létust þegar kláfur féll úr 20 metra hæð

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. AFP

Fjórtán manns, þeirra á meðal eitt barn, létust eftir að kláfur féll á fjall nálægt Lago Maggiore á Norður-Ítalíu í dag. Annað barn er alvarlega slasað eftir atvikið. 

BBC greinir frá.

Slysið varð í kláf sem flytur farþega almennt frá bænum Stresa upp í fjallið Mottarone í héraðinu Piedmont. 

Aðkoman var hörmuleg.
Aðkoman var hörmuleg. AFP

Á meðal þeirra sem létust voru erlendir ríkisborgarar. 

„Við erum niðurbrotin af sársauka,“ sagði Marcella Severino, borgarstjóri Stresa, í samtali við blaðamann. 

Fimm ára barn og níu ára barn voru flutt á sjúkrahús vegna slyssins. Eldra barnið lést síðar. Hið yngra var með meðvitund við komuna og fór í aðgerð vegna beinbrota. 

Ástæður slyssins eru enn óljósar en samkvæmt fréttum frá ítölskum miðlum féll kláfurinn úr 20 metra hæð, um 300 metrum frá fjallstindinum. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert