Delta 40% meira smitandi

Heilbrigðisráðherra Bretlands, Matt Hancock.
Heilbrigðisráðherra Bretlands, Matt Hancock. AFP

Delta-afbrigði kórónuveirunnar er 40% meira smitandi en Alpha-afbrigðið að sögn heilbrigðisráðherra Bretlands, Matt Hancock. Delta greindist fyrst á Indlandi í október og Alpha á Englandi. 

Matt Hancock segir að þeir sem eru fullbólusettir eigi að vera jafn varðir fyrir báðum afbrigðum. Í viðtali við Sky News í dag segir hann að þessar upplýsingar hafi hann frá vísindaráði stjórnvalda, SAGE (Scientific Advisory Group for Emergencies) í Bretlandi.

Fjölmörg afbrigði SARS-CoV-2 eru á ferðinni um heiminn. Eitt þeirra er stökkbreytta afbrigðið B.1.617.2 sem fyrst greindist á Indlandi 5. október 2020. Það fékk nýverið heitið Delta hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) en til eru fleiri en eitt afbrigði af  B.1.617.

Ýmsir hafa áhyggjur af því að vegna framgangs Delta í Bretlandi verði til þess að stjórnvöld þurfi að fresta fyrirhuguðum afléttingum á sóttvarnareglum 21. júní. Hancock segir að Delta valdi þeim áhyggjum en of snemmt sé að segja til um hvort fresta þurfi afléttingu. Í viðtali við BBC í dag segir hann ríkisstjórnina reiðubúna til þess ef þörf þykir, það er að fresta afléttingu. 

Mikil vörn meðal fullbólusettra

Hann minnir hins vegar á þá vörn sem myndist með bólusetningum og þá sérstaklega eftir tvo skammta. Embætti landlæknis í Bretlandi greindi frá því í síðasta mánuði að fullbólusetning hefði svipuð áhrif á Alpha og Delta. 

Hancock segir að miðað við þær upplýsingar sem hann hafi fengið hjá vísindaráðinu sé að eftir fyrri bólusetningu sé vörnin ekki nægjanlega góð fyrir Delta-afbrigðinu en þegar fólk hefur fengið seinni skammtinn sé vörnin góð. Afar fáir fullbólusettra hafi þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19-smita. 

Í Bretlandi hafa yfir 27 milljónir fengið fulla bólusetningu á meðan rúmlega 40 milljónir hafa fengið fyrri skammtinn. Hancock segir að ríkisstjórnin hafi leitað eftir klínískum ráðleggingum varðandi bólusetningar barna. Hvort eigi að bólusetja börn niður í 12 ára. Lyfjastofnun Bretlands hefur nýlega samþykkt notkun bóluefnis Pfizer-BioNTech fyrir börn 12-15 ára. 

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert