Krafði Kínverja um skaðabætur

Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sýndi marga af fyrri töktum á samkomu repúblikana í Norður-Karólínu í gærkvöldi. Trump gagnrýndi helsta sérfræðing landsins í Covid-19, Anthony Fauci, krafðist þess að Kínverjar greiddu skaðabætur vegna farsóttarinnar og fordæmdi rannsókn saksóknara í New York á fjármálagjörningum Trumps.

AFP

Þegar formaður Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu, Michael Whatley, kynnti Trump á samkomunni í gærkvöldi sagði hann Trump vera þeirra forseta og vísaði þar til fullyrðinga Trumps um að brögð hefðu verið í tafli í forsetakosningunum í nóvember. Trump sagði í ræðu sinni í gær að þar væri um glæp aldarinnar að ræða.

Sjá nánar á vef Guardian

mbl.is