Sagður hafa framið sjálfsvíg

Abubakar Shekau árið 2014.
Abubakar Shekau árið 2014. AFP

Abukabar Shekau, leiðtogi nígerísku hryðjuverkasamtakanna Boko Haram, framdi sjálfsvíg í bardaga við vígamenn Ríkis íslams, samkvæmt heimildum AFP-fréttastofunnar.

Tvær vikur eru liðnar síðan fregnir bárust af andláti hans.

Yfir 40 þúsund manns hafa látist og um tvær milljónir misst heimili sín í átökum síðustu tólf ára í Nígeríu.

Boko Haram hafa ekki enn staðfest opinberlega að leiðtogi þeirra sé látinn en nígeríski herinn segist vera að rannsaka það.

Í hljóðupptöku AFP heyrist í rödd sem líkist rödd Abu Musab Al-Barnawi, leiðtoga Ríkis íslams á svæðinu, tala um að Shekau hafi sprengt sjálfan sig í loft upp í stað þess að vera handsamaður af Ríki íslams.

mbl.is