Biden leggur af stað í Evróputúr

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Joe Biden hefur lagt af stað í sína fyrstu ferð erlendis sem forseti Bandaríkjanna. Á leið sinni upp í flugvél forsetaembættisins sagði Biden markmið ferðarinnar vera „að gera Pútin og Kína það skýrt að Bandaríkin og Evrópa eru nánir bandamenn.“

Stíf dagskrá hjá forsetanum

Í þessari fyrstu ferð sinni sem forseti mun hann halda á fund G7 ríkjanna auk þess að hitta bandamenn sína í Evrópu og innan Atlantshafsbandalagsins.

Hann mun einnig á ferð sinni hitta Elísabetu drottningu í Windsor kastala. Þaðan liggur leið forsetans til Brussel, en þar mun hann eiga fund með fulltrúum Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins.

Elísabet hittir Biden á næstu dögum.
Elísabet hittir Biden á næstu dögum. AFP

Að lokum mun hann eiga fund með Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í Genf. Fundur þeirra tveggja verður miðvikudaginn 16. júní.

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert