Kamala Harris forðast landamærin

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna.
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna. AFP

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna hefur hlotið mikla gagnrýni síðustu daga, ekki síst frá samflokksmönnum sínum í demókrataflokknum. Eftir opinbera heimsókn til Mexíkó þar sem Harris ráðlagði fólki frá því að leita yfir landamærin, var hún spurð hvers vegna hún væri ekki búin að fara í heimsókn að landamærunum og taka stöðuna þar. Vék hún sér ítrekað undan því að veita nokkur svör.

Í þessari opinberu heimsókn sagði Harris að Bandaríkin myndu halda áfram að fylgja eftir gildandi lögum og vernda landamæri sín. Fólk sem leitaði þangað frá Mexíkó yrði því sent til baka. Þessi ummæli hafa vaki mikla reiði og bent hefur verið á að það sé ekki ólöglegt að flýja frá Mexíkó yfir til Bandaríkjanna heldur sé um a ræða lögvarin rétt fólks til að leita skjóls.

Ríflega 178 þúsund manns brutust yfir landamærin, til Bandaríkjanna, án tilskilinna pappíra í aprílmánuði. Er þetta mesti fjöldi sem sést hefur í tvo áratugi. 

Málefni tengd landamærunum og að stemma stigu við ofgnótt ólöglegra innflytjenda er í verkahring Harris en hjálparsamtök sem vinna á svæðinu að taka á móti flóttamönnum hafa óskað eftir því að þetta málefnasvið verði fært undir einhvern annan. 

Ástandið sé slæmt og Kamala hefur ekki gert sér ferð að landamærunum ennþá. Í viðtali við NBC sneri hún út úr spurningum um hvort hún ætlaði ekki a heimsækja landamærin og gerði lítið úr spurningum um hvers vegna hún væri ekki þegar búin að því. 

Talsmaður Harris sagðist halda að varaforsetinn myndi „mögulega fara að landamærunum á einhverjum tímapunkti“ en það yrði að koma í ljós.

Harris sjálf var, á sínum tíma, hávær í sinni gagnrýni á ríkisstjórn Donald Trump, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Þá einkum í tengslum við þeirra meðhöndlun á málefnum ólöglegra innflytjenda og stefnu í tengslum við landamærin. Hún benti þá á rétt fólks til að leita skjóls og lagði áherslu á að hún væri sjálf dóttir innflytjenda. 

Greint var frá þessu á vef BBC  fréttaveitunnar.

mbl.is