Smitum fækkar á Indlandi

Nýjum smitum fer fækkandi á Indlandi.
Nýjum smitum fer fækkandi á Indlandi. AFP

Seinni bylgja Covid-19 á Indlandi virðist vera á niðurleið samkvæmt fréttatilkynningu frá Indverska sendiráðinu.

Þar segir að daglegum tilfellum hafi fækkað um 79% frá hápunkti bylgjunnar þann 10. Maí auk þess sem dagleg smit hafa verið undir 100.000 seinustu tvo daga. Fjöldi virkra smita hefur einnig lækkað um 2,4 milljónir frá hápunktinum og standa nú í um 1,2 milljónum. Þá hefur hlutfall batnaðra einnig hækkað upp í 94,3% en þar að auki hefur fjöldi batnaðra verið hærri en fjöldi smita í næstum mánuð.

Nú eru 45,3 milljón manna fullbólusettir á Indlandi. Fólksfjöldi Indlands telur tæplega 1,4 milljarða og eru því 3,3% þjóðarinnar fullbólusett.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert