Gleyptur af hnúfubaki en spýtt út

Hnúfubakur.
Hnúfubakur. AFP

Bandarískur humarkafari lenti í þeirri ótrúlegu lífsreynslu að vera gleyptur af hnúfubaki á föstudaginn og lifa það af.

Hinn 56 ára Michael Pickhard sagði fréttastofu BBC frá því í dag hvernig hann var í mestu makindum að kafa þegar hann endaði í munni hvals skömmu frá Provincetown í Massachussetts.

Hann var í kjafti hvalsins í um 30 til 40 sekúndur að eigin sögn en hvalurinn spýtti honum síðar út úr sér. 

Packard varð ekki meint af, utan við að hnéskel hans fór líklega úr lið. Packard segir við BBC að konan hans hafi lögnum reynt að fá hann til þess að hætta að stunda köfun af slíkum ákafa og hann gerir í dag en hann ætlar sér það ekki. 

Hnúfubakar geta orðið allt að 15 metrar að lengd og vegið um 36 tonn. 

Sjá má frásögn Packards hér: 

mbl.is