Grænlendingar loka á ferðalög vegna kórónuveiru

Frá Qaqortoq á Suður-Grænlandi.
Frá Qaqortoq á Suður-Grænlandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Grænlensk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau hygðust banna allar flugferðir og sjóferðir frá höfuðborginni Nuuk til að stemma stigu við nýrri bylgju tilfella af kórónuveirunni, en landið hefur verið nánast smitlaust í nokkra mánuði.

Eyjan hefur skrásett 49 staðfest tilfelli frá því faraldurinn hófst, en af þeim eru níu nú með virk smit. Um 56.000 manns búa á Grænlandi. Þar af hafa fimm tilfelli greinst síðan á mánudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert