Bæta við sig 200 milljónum skammta

Moderna hafa þegar sent 217 milljón skammta til Bandaríkjanna og …
Moderna hafa þegar sent 217 milljón skammta til Bandaríkjanna og stefna á að senda 110 milljón fleiri fyrir lok þessa árs og 90 milljón skammta í fyrsta ársfjórðungi 2022. AFP

Bandaríkin hafa samið um kaup á 200 milljónum fleiri skömmtum af bóluefni Moderna gegn Covid-19. Það opnar fyrir þeim möguleikann á að kaupa sérstaka skammta ætlaða endurbólusetningu gegn sérstökum afbrigðum sem lyfjafyrirtækið sagði í dag að væru í vinnslu.

Kaupin þýða að Bandaríkin hafa nú pantað alls 500 milljónir skammta af bóluefni lyfjafyrirtækisins. 

Moderna hefur þegar sent 217 milljón skammta til Bandaríkjanna og stefna á að senda 110 milljónir fleiri fyrir lok þessa árs og 90 milljón skammta í fyrsta ársfjórðungi 2022.

Stephane Bancel, framkvæmdarstjóri Moderna, sagðist kunna að meta samstarfið við ríkisstjórn Bandaríkjanna og að fyrirtækið væri einbeitt í styrkingu sveigjanleika bóluefnanna sinna til að vera á undan mögulegum nýjum afbrigðum.

Bólusetning komin langt á leið en faraldrinum ekki lokið

Dauðsföll í Bandaríkjum af völdum Covid-19 fóru fram úr 600.000 í gær. Nýgengi smita þar í landi hefur aldrei verið lægra frá upphafi faraldursins í mars á síðasta ári. Því er talið að megi launa hversu vel bólusetningu gekk þar í landi framan af, en um 65% fullorðinna Bandaríkjamanna hafa fengið að minnsta kosti einn skammt.

Þrátt fyrir það hefur bólusetningu tekið að dala síðustu tvo mánuði eftir að hún náði hápunktinum í apríl. Sérfræðingar hræðast nú að á vissum svæðum í suðurríkjunum, þar sem færri eru bólusettir, gætu myndast nýjar bylgjur.

mbl.is