Biden ánægður með fundinn

Joe Biden og Vladimir Pútín rétt fyrir fundinn.
Joe Biden og Vladimir Pútín rétt fyrir fundinn. AFP

Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir fund sinn með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í dag hafa verið bæði jákvæðan og uppbyggilegan. 

Leiðtogarnir funduðu í Genf og ræddu um vopna­notk­un, refsiaðgerðir ásamt ásökunum Banda­ríkja­manna á hend­ur Rúss­um hvað varðar netárás­ir og af­skipti af kosn­ing­um. 

Þó engar stórar ákvarðanir hafi verið teknar var Biden ánægður með yfirbragð fundarins og sagðist hafa afhent Pútín skrá um þá innviði sem aldrei mætti ráðast á, hvorki í net- né raunheimum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert