Búist við spennuþrungnum leiðtogaviðræðum

Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Vladimír Pútín forseti Rússlands ætla …
Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Vladimír Pútín forseti Rússlands ætla að ræða málin í Genf í dag. AFP

Óhætt er að segja að loftið sé spennuþrungið í Genf þennan morguninn fyrir leiðtogafund Joes Bidens Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta sem hefst klukkan 13 að staðartíma eða klukkan 11 að íslenskum tíma. 

Meðal fundarefna má nefna vopnanotkun, refsiaðgerðir og ásakanir Bandaríkjamanna á hendur Rússum hvað varðar netárásir og afskipti af kosningum. Ekki er búist við því að stórar ákvarðanir verði teknar á fundinum en vonir standa til þess að leiðtogarnir komist að samkomulagi á smærri sviðum. 

Leiðtogafundurinn verður í glæsihýsi með útsýni yfir Genfarvatn.
Leiðtogafundurinn verður í glæsihýsi með útsýni yfir Genfarvatn. AFP

Biden sagði eftir leiðtogafund G7-ríkjanna í gær að hann hygðist setja skýr­ar lín­ur fyr­ir Pútín á fundinum í dag, sem verður í glæsihýsi með útsýni yfir Genfarvatn. Biden segir mikilvægt skref í samskiptum ríkjanna að skapa stöðugleika og fyrirsjáanleika. 

Júrí Ushakov, ráðgjafi Pútíns í utanríkismálum, sagði við fjölmiðla í Moskvu að ekki væri ástæða til að búast við jákvæðum fréttum eftir fundinn en Pútín sagði sjálfur við ríkisfjölmiðla að vissulega væru málefni sem ríkin gætu unnið að saman. 

Frétt BBC

mbl.is