Enn senda Ísraelar eldflaugar á Gaza

Borgin Gaza í Palestínu.
Borgin Gaza í Palestínu. AFP

Ísraelskar herþotur sendu eldflaugar á Gaza-svæðið nú í kvöld eftir að íkveikjusprengjur voru sendar með blöðrum að syðri hluta Ísraels. Frá þessu greina fréttamenn AFP og ísraelski herinn. 

Tilbúnir ef vopnahlé yrði rofið

Ísraelski herinn sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að „síðustu daga hafi íkveikjublöðrur verið sendar frá Gaza-svæðinu yfir á ísraelskt yfirráðasvæði. Til að hefna þess réðust herþotur að miðstöðvum herliðsins í Gaza auk eldflaugaskotpalls þeirra.“ Yfirmenn ísraelska hersins segja þetta þriðja daginn í röð sem Palestínumenn sendi slíkar blöðrur á ísraelskt yfirráðasvæði. 

Yfirmaður ísraelska hersins segir þá munu halda áfram að verjast þessum árásum frá Gazasvæðinu og viðbúna öllu. Meðal annars að hefja átök á nýjan leik ef vopnahléið sem samið var um 21. maí yrði rofið.

mbl.is

Bloggað um fréttina