Hættur eftir þrjár vikur í formannsstól

Edwin Poots ásamt fyrsta ráðherra Norður-Írlands, Paul Givan.
Edwin Poots ásamt fyrsta ráðherra Norður-Írlands, Paul Givan. AFP

Formaður Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) á Norður-Írlandi, Edwin Poots, tilkynnti í dag að hann myndi hætta sem formaður flokksins. Afsögnin er einkennileg í ljósi þess að Poots hefur einungis verið formaður flokksins í þrjár vikur.

Miklar sviptingar hafa verið í norðurírskum stjórnmálum undanfarnar vikur líkt og mbl.is hefur greint frá, en Lýðræðislegi sambandsflokkurinn bolaði nú á dögunum fyrsta ráðherra Norður-Írlands, Arlene Foster, frá völdum í vandaðri pólitískri fléttu. Fráfarandi formaður flokksins, Edwin Poots, skipaði þá Paul Givan fyrsta ráðherra landsins.

Poots og Givan eru báðir stuðningsmenn núverandi sambands Norður-Írlands við Bretland, en skiptar skoðanir eru á áframhaldandi sambandi ríkisins við Bretland vegna Brexit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert