Boeing-vél hafnaði á nefinu

Fragtvél Brtish Airways af gerðinni Boeing 767 Dreamliner hafnaði á …
Fragtvél Brtish Airways af gerðinni Boeing 767 Dreamliner hafnaði á nefinu á flugbraut á Heathrow-flugvelli í dag. Ljósmynd/Twitter

Flugvél breska flugfélagsins British Airways skemmdist þegar nef vélarinnar hafnaði á jörðinni í stæði á Heathrow-flugvelli í dag.

Um er að ræða fragtvél af gerðinni Boeing 787 Dreamliner og því var enginn farþegi um borð. Vélin var kyrrstæð í stæði við vesturhluta flugstöðvarinnar þegar atvikið átti sér stað. 

Mikill viðbúnaður var á flugbrautinni og voru viðbragðsaðilar snöggir að bregðast við líkt og sjá má á myndum og myndskeiðum á samfélagsmiðlum. Atvikið hafði þó engin áhrif á flugáætlun á Heathrow. 


Flugvélar af þessari gerð hafa áður hafnað á nefinu, meðal annars í Eþíópíu og Bandaríkjunum. „Öryggi er alltaf í fyrirrúmi hjá okkur og er atvikið til rannsóknar,“ segir talsmaður British Airways.  

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert