Grímuskyldu utandyra aflétt á Spáni

Grímuskylda utandyra á Spáni mun heyra sögunni til frá og …
Grímuskylda utandyra á Spáni mun heyra sögunni til frá og með 26. júní. AFP

Grímuskyldu utandyra á Spáni verður aflétt 26. júní. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, tilkynnti um þetta í dag;

„Þetta verður síðasta helgin sem við verðum með grímur utandyra vegna þess að 26. júní næstkomandi munum við ekki þurfa að vera með grímur á almenningssvæðum utandyra,“ sagði Sanchez og bætti við að ákvörðunin sé samfélagslega mikilvæg. 

„Við munum geta notið lífsins á götum úti án grímu,“ sagði forsætisráðherrann. 

Grímuskylda var fyrst sett á snemma í maí 2020 og náði hún þá til almenningssamgangna. Skömmu síðar voru reglurnar rýmkaðar þannig að Spánverjar eldri en sex ára þurftu allir að bera grímur utandyra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert