Heimila áfengissölu á börum á ný

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. AFP

Leyfilegt verður að selja áfengi á börum í Noregi eftir miðnætti á sunnudag og allt að 5.000 megar koma saman á íþróttaviðburðum eftir að afléttingar á sóttvarnareglum taka gildi. 

„Við erum á réttri leið. Nú er tímabært að fara á næsta stig,“ segir Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Afléttingarnar sem taka gildi á miðnætti og sunnudag eru þær þriðju og næstsíðustu af fjögurra skrefa afléttingaráætlun norskra yfirvalda. 

Í þessu þriðja skrefi sem tekur gildi á miðnætti á sunnudag verður einnig heimilt að halda samkvæmi og brúðkaup með 100 gestum. Þá mega 20 manns koma saman í heimahúsum. 

Þá verður ekki gerð krafa til fullorðinna um að halda fjarlægð við íþróttaiðkun og Norðmönnum verður ekki lengur ráðið frá að ferðast innan Norðurlandanna. 

Sóttvarnareglur á landamærum verða einnig mildaðar en frá og með mánudegi verða ferðalangar frá Evrópu ekki krafðir um að dvelja á sérstökum hótelum.

mbl.is