Þrír látnir og fimm saknað úti fyrir Kanarí-eyjum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Hið minnsta þrír hælisleitendur létust og fimm er saknað eftir að báti þeirra hvolfdi úti fyrir Lanzarote á Kanaríeyjum í morgun. 

Alls voru 49 um borð í bátnum sem hvolfdi á grýttu svæði úti fyrir norðurhluta eyjunnar. Björgunaraðilum tókst að bjarga 41 af bátnum. 

Á meðal hinna látnu var kona sem talið er að hafi verið ófrísk. 

mbl.is