Tugir létust í rútuslysi í Perú

AFP

Að minnsta kosti 27 námuverkamenn létust í rútuslysi í suðurhluta Perú í dag.

Rútan var á leið í námu nærri borginni Arequipa. Auk hinna 27 sem létust slösuðust 16 hið minnsta en rútan var á fjallvegi er hún hrundi niður í 400 metra djúpa gjá. Líkamsleifar verkamannanna lágu eftir á víð og dreif að sögn fjölmiðla í Perú.

Sautján létust í sambærilegu slysi í síðustu viku þegar rúta féll niður í gjá í La Libertad-héraðinu. Þetta er því annað mannskæða rútuslysið á síðustu 10 dögum í landinu en yfirvöld segja hraðaakstur og slæma innviði meðal orsakavalda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert