Hundur Bidens Bandaríkjaforseta allur

Champ, hundur Joes Biden Bandaríkjaforseta.
Champ, hundur Joes Biden Bandaríkjaforseta. Ljósmynd/Twitter

Champ, hundur Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, er dauður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandarísku forsetahjónunum. 

„Fjölskyldan okkar missti ástkæran vin í dag. Ég mun sakna hans,“ segir Joe Biden á Twitter-síðu sinni. 

Forsetahundurinn var þrettán ára gamall þýskur fjárhundur. Biden keypti hundinn eftir að hann varð varaforseti Bandaríkjanna árið 2008, í forsetatíð Baracks Obama. 

Forsetahjónin eiga þó annan hund sem heitir Major og er þriggja ára. Hann er einnig þýskur fjárhundur eins og Champ. 

mbl.is