Þrír létust þegar skóli hrundi í Belgíu

Filippus Belgakonungur heimsótti vettvang slyssins í dag og ræddi við …
Filippus Belgakonungur heimsótti vettvang slyssins í dag og ræddi við viðbragðsaðila. AFP

Þrír byggingaverkamenn eru látnir og tveggja til viðbótar er saknað eftir að skóli, sem þeir voru að vinna við, hrundi að hluta til í belgísku borginni Antwerpen í gær. Vegna framkvæmdanna voru engir nemendur í skólanum þegar atvikið átti sér stað.

Slökkviliðið í Antwerpen greindi frá því á Twitter-síðu sinni að þrír hefðu fundist látnir í rústum skólans. 

„Þrátt fyrir þennan hræðilega missi munum við halda áfram björgunaraðgerðum þangað til við finnum þá tvo sem eru fastir í rústunum,“ segir á Twitter-síðu slökkviliðsins. 

Níu aðrir slösuðust þegar skólinn hrundi, en ekki er enn vitað hvað olli slysinu.

Filippus Belgakonungur heimsótti vettvang slyssins í dag og ræddi við viðbragðsaðila. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert