Ung systkini flúðu beint í færi byssumanns

New York-borg.
New York-borg. AFP

Ung systkini, 10 ára stúlka og fimm ára drengur, voru hætt komin þegar þau flúðu skotárás í Bronx-hverfi New York-borgar í gær, beint í skotlínu byssumannsins.

Myndband náðist af atvikinu sem sjá má á vef New York Times, þar sem fjallað er um málið og svipuð mál því tengd ásamt síaukinni umræðu vestanhafs um byssulöggjöf.

Hér má sjá skjáskot úr umræddu myndbandi.
Hér má sjá skjáskot úr umræddu myndbandi. Skjáskot/New York Times

Þegar skothríðin hófst tóku systkinin til fótanna en þau hlupu í veg fyrir þann sem verið var að skjóta á, með þeim afleiðingunum að systkinin tvö og maðurinn féllu til jarðar hvert á annað.

Þrátt fyrir það hélt byssumaðurinn áfram að hleypa af og segir á vef New York Times að ótrúlegt sé að systkinin hafi sloppið heil á húfi. Sá fullorðni, sem systkinin hlupu um, var skotinn í bakið og báða fætur, en er á batavegi.

mbl.is