Sendiherrarnir snúa aftur til starfa

Pútín og Biden í Genf í síðustu viku.
Pútín og Biden í Genf í síðustu viku. AFP

Sendiherra Rússlands fyrir Bandaríkin, Anatólí Antonov, flýgur nú aftur til Washington-borgar eftir að hafa verið kallaður þaðan heim í mars. Hann segist vonast til að koma á jöfnu og málnotalegu sambandi að nýju eftir leiðtogafund ríkjanna í Genf.

Þar var ákveðið að sendiherrar ríkjanna skyldu snúa aftur til starfsstöðva sinna og tilkynnti Vladimír Pútín Rússlandsforseti það á miðvikudag.

Lögregla og þjóðvarðlið í Moskvuborg á föstudag.
Lögregla og þjóðvarðlið í Moskvuborg á föstudag. AFP

Líkti Pútín við morðingja

Stjórnmálasambandi ríkjanna hafði hrakað verulega eftir að Joe Biden tók við embætti forseta og sakaði stjórnvöld í Kreml um netárásir og að hafa skipt sér af bandarískum kosningum.

Eftir að Biden líkti Pútín við morðingja svaraði Pútín með því að afturkalla sendiherra Rússa um leið og hann sagði bandaríska sendiherranum John Sullivan að fara heim frá Moskvu.

Sættir virðast þó hafa náðst á fundi þeirra í Genf. Sullivan segist sjálfur hlakka til að snúa aftur í rússnesku höfuðborgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert