Áfram óvissa í Svíþjóð

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. AFP

Ríkisstjórn Svíþjóðar mun taka sér viku til þess að ákveða hvort Löfven segi af sér eða boðað verði til kosninga. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hélt rétt í þessu. 

Samþykkt var vantrauststillaga á hendur forsætisráðherranum í morgun en 181 greiddi atkvæði með tillögunni og 109 á móti, 51 sat hjá. Löfven sagðist harma tillöguna en hann er fyrsti forsætisráðherrann í sögu Svíþjóðar til að skilja við embættið með þessum hætti.

Svíþjóðardemókratar lögðu fram vantrauststillöguna, en auk þeirra hafa þingflokkar Moderaterna, Kristilegra demókrata og Vinstriflokksins sagst styðja tillöguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert