Gengið til kosninga í Eþíópíu

Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu.
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. AFP

Kosningar fara nú fram í Eþíópíu í skugga blóðugra átaka í Tigray-héraði í norðurhluta landsins. 

Kosningunum hafði áður verið frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins, reynir nú að ná kjöri í fyrsta sinn eftir að hafa tekið við völdum árið 2018. Hann stefnir á að flokkur sinn ná meirihluta 547 þingsæta eþíópíska þingsins. 

Kosningunum hefur verið frestað í Tigray, þar sem átök hafa geisað síðan í nóvember. Kosningunum hefur einnig verið frestað víðar í landinu vegna tæknilegra vandamála. 

Síðast var gengið til kosninga í Eþíópíu árið 2015. 

Líkt og BBC greinir frá komst Abiy til valda árið 2018. Hann var þá tilnefndur af samsteypustjórn sem þá var við völd, en hefur sjálfur ekki tekið þátt í kosningabaráttu. Abiy vann friðarverðlaun Nóbels árið 2019 fyrir umbætur í eþíópískum stjórnmálum. 

mbl.is