Týnda prinsessan sést aftur

Prinsessan Latifa Al Maktoum í einu myndskeiðanna þar sem hún …
Prinsessan Latifa Al Maktoum í einu myndskeiðanna þar sem hún greinir frá gíslingunni. Skjáskot af vef BBC

Ljósmynd birtist í gær á opnum Instagram-reikningi af Latifu Al Maktoum prinsessu, sem er dóttir leiðtoga Dúbaí. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum sínum af henni eftir að hún reyndi að flýja land.

View this post on Instagram

A post shared by Sioned (@shinnybryn)

Á myndinni sem birtist á reikningi Sioned Taylor, fyrrverandi liðsmanns sjóhersins og fylgdarmanns prinsessunnar, sjást Latifa og Taylor á flugstöð. Í færslunni segir að prinsessan hafi verið á Spáni eftir að hafa ferðast um Evrópu. Þetta er í fyrsta skipti sem Latifa hefur sést utan Sameinuðu arabísku furstadæmanna síðan 2018.

Í upp­tök­um sem BBC fékk í fe­brú­ar, sagðist Latifa prins­essa vera haldið í gísl­ingu í ein­býl­is­húsi sem breytt hafði verið í fang­elsi án aðgangs að lækn­isaðstoð. Í upp­tök­unni sagði hún einnig að henni hefði verið byrluð ólyfjan og flogið með hana aft­ur í gísl­ingu þegar hún reyndi að flýja Dúbaí árið 2018.

Í maí sl. birti Taylor mynd af Latifu í verslunarmiðstöð í Dúbaí, en myndirnar birtust í kjölfar þess að SÞ óskuðu eftir áþreifanlegum sönnunum um að Latifa væri á lífi. 

Frétt The Guardian

mbl.is