Fá tíðar heimsóknir frá fíl

Fílinn kíkir inn í eldhúsið.
Fílinn kíkir inn í eldhúsið. AFP

Taílensk fjölskylda lét sér fátt um finnast þegar hún varð vör við fíl í eldhúsi sínu, enda var það ekki í fyrsta sinn sem fílinn brá sér í heimsókn. 

„Hann kom aftur til elda,“ skrifaði Kittichai Boodchan kaldhæðnislega við myndband sem hann birti af fílnum að gægjast inn um eldhúsglugga fjölskyldunnar snemma á sunnudagsmorgni í leit að mat. Á einum tímapunkti tekur fílinn upp plastpoka fullan af vökva með rana sínum, veltir honum aðeins fyrir sér og stingur síðan upp í sig í heilu lagi. 

Kittichai býr ásamt eiginkonu sinni nærri þjóðgarði í vesturhluta Taílands, í nágrenni við stöðuvatn þar sem fílar baða sig oft á ferð um frumskóginn. 

Kittichai kippti sér ekki mikið upp við heimsókn fílsins þar sem hann er orðinn tíður gestur. Í maí síðastliðnum eyðilagði fíllinn reyndar eldhúsvegg fjölskyldunnar með þeim afleiðingum að stórt gat er á veggnum sem líkist upp að vissu marki bílalúgu sem fíllinn nýtir nú óspart. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert