Vítisbrunnur vekur undrun í Jemen

Barhout-brunnur eða „vítisbrunnur“ er torskilið náttúruundur í austurhluta Jemen. Brunnurinn er fullur af leyndardómum og illum öndum.

Brunnurinn er í raun risastór hola í eyðimörkinni í Al-Mahra-héraði, um 1.300 kílómetrum frá höfuðborginni Saana, nær landamærum Oman. Holan er 30 metra breið og talið er að hún sé á bilinu 100 og 250 metra djúp.

Í þjóðsögum landsins segir að Behout-brunnur hafi verið skapað sem fangelsi fyrir púka og aðra illa anda. Sú saga er styrkt verulega með þeim umtalsverða óþef sem rís upp úr djúpum iðrum hans.

Sólarljós nær ekki langt niður, auk þess sem lítið sést …
Sólarljós nær ekki langt niður, auk þess sem lítið sést af köntum hans annað en fuglinn fljúgandi. Holan er 30 metra breið og talið er að hún sé einhvers staðar á milli 100 og 250 metra djúp. AFP

Aldrei komist til botns í þessu

Embættismenn í Jemen segjast ekki vita hvað liggur þar neðra. „Þetta er virkilega djúpt og við höfum aldrei komist til botns í þessu, bókstaflega, þar sem það er lítið um súrefni og loftflæði þar niðri,“ segir Salah Babhair, yfirmaður jarðfræðiathugana og náttúruauðlinda Al-Mahra héraðs, í samtali við fréttastofu AFP.

„Við höfum farið þangað í athuganir og farið niður í brunninn, komumst örlítið meira en 50-60 metra niður. Við tókum eftir virkilega skrítnum hlutum þar niðri og þefurinn var sérkennilegur. Þetta er undarleg staða þarna niðri,“ segir hann.

Brunnurinn er um 1.300 kílómetrum frá höfuðborginni Saana, nær landamærum …
Brunnurinn er um 1.300 kílómetrum frá höfuðborginni Saana, nær landamærum Oman. AFP

Sólarljós nær ekki langt niður, auk þess sem lítið sést af köntum hans annað en fuglarnir sem fljúga þangað niður og upp aftur en brunnurinn er talinn margra milljóna ára gamall.

Þjóðsögur segja að allir þeir hlutir og menn sem standa nálægt geti sogist ofan í brunninn. Þar má einnig finna lampa með anda sem veitir þeim sem finnur hann þrjár óskir. Margir íbúar Jemen forðast þó eins og heitan eldinn að skoða brunninn eða jafnvel að tala um hann þar sem sagan segir að brunnurinn ógni lífi á allri jarðkringlunni.

Þjóðsögur segja að þar megi finna anda sem svipar til …
Þjóðsögur segja að þar megi finna anda sem svipar til andans úr sögunni Aladdin. Margir íbúar Yemen forðast þó eins og heitan eldinn að skoða brunninn. Hér má sjá Will Smith í hlutverki andans í hinni leiknu mynd Disney um Aladdin frá 2019. Skjáskot/YouTube
mbl.is