Latifa segist frjáls ferða sinna

Latifa í fríi á Spáni.
Latifa í fríi á Spáni. Skjáskot

Latifa Al Maktoum prins­essa, dótt­ir leiðtoga Dúbaí, hefur gefið út yfirlýsingu í gegnum lögfræðinga sína um að henni sé frjálst að ferðast. Fyrir nokkrum dögum birtist mynd á Instagram af Latifu á flugvelli og segir hún í yfirlýsingunni að hún hafi nýlega heimsótt þrjú Evrópulönd í fríi með vini.

Í yfirlýsingunni segir Latifa:

„Ég bað hana [vinkonuna] að birta myndina til þess að sanna fyrir fólki að ég geti ferðast hvert sem ég vil. Ég vona að nú geti ég lifað í friði án frekari athugana fjölmiðla.“

Í upp­tök­um sem BBC fékk í fe­brú­ar sagði Latifa prins­essa að sér væri haldið í gísl­ingu í ein­býl­is­húsi sem breytt hefði verið í fang­elsi án aðgangs að lækn­isaðstoð. Í upp­tök­unni sagði hún einnig að sér hefði verið byrluð ólyfjan og flogið með hana aft­ur í gísl­ingu þegar hún reyndi að flýja Dúbaí árið 2018. Sam­einuðu þjóðirn­ar lýstu því yfir áhyggj­um sín­um af prinsessunni.

mbl.is