Lögreglumenn borguðu hávaðasektina sjálfir

Presturinn var sektaður vegna hávaða barna sem voru í hans …
Presturinn var sektaður vegna hávaða barna sem voru í hans umsjá. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lögreglan í Róm á Ítalíu sektaði prest vegna hávaða barna sem voru í hans umsjá. Lögreglumennirnir enduðu þó á að borga sektina sem góðgerðarverk.   

Þeir voru kallaðir til af nágrönnum Santa Maria Immacolata-safnaðarins í vesturhluta Rómar vegna hrópa og háværrar tónlistar. Lögreglan átti engra kosta völ annarra en að sekta prestinn sem hafði umsjá með söfnuðinum um 300 evrur eða um 44 þúsund íslenskar krónur.

Þegar lögreglumennirnir komu hins vegar aftur á lögreglustöðina var ákveðið að láta hatt ganga meðal starfsmanna til þess að safna í sjóð til að borga niður sekt prestsins. Haft er eftir prestinum í ítölskum fréttamiðli að hann hafi verið afar þakklátur fyrir góðverkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert