McAfee fannst látinn í fangaklefa

McAfee fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni í dag.
McAfee fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni í dag. AFP

Tölvuveiruvarnafrumkvöðullinn John McAfee fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni í dag og hefur dómsmálaráðuneyti Spánar gefið út að allt bendi til þess að hann hafi svipt sig lífi. Fangaverðir reyndu að endurlífga McAfee án árangurs. 

Fyrr í dag úrskurðuðu spænskir dómstólar að hann skyldi framseldur til Bandaríkjanna vegna skattsvika. Frá þessu greinir fréttastofa BBC.

McAfee hafði áður verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum vegna ákæra um umfangsmikil skattvik og hélt hann til á Dalvík um tíma, þar til í ágúst árið 2019, en hann yfirgaf Bandaríkin í janúar sama ár. 

Sakaður um margs konar skattsvik

McA­fee er einna þekkt­ast­ur fyr­ir að hafa stofnað víru­svarn­ar­fyr­ir­tæki, sem nefnt er í höfuðið á hon­um sjálf­um, auk þess sem hann var um tíma grunaður um morð á ná­granna sín­um í Belís, en sá var banda­rísk­ur kaup­sýslumaður. McA­fee hef­ur ávallt neitað sök í mál­inu.

Í október 2020 var McAfee handtekinn á Spáni og sakaður um að hafa stundað skattsvik í fjögur ár en hann hafði þá auðgast vel meðal annars á rafmyntum og ráðgjafavinnu.

Þá var hann einnig grunaður um að hafa svikið undan skatti með því að hafa greitt laun sín inn á reikninga, þar af rafmyntareikninga, undir fölskum formerkjum, auk þess að hafa skráð eignir sínar undir annarra manna nöfnum, svo sem snekkju og fasteignir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert