64 látnir eftir loftárás í Eþíópíu

64 létust í árásinni og 180 særðust.
64 létust í árásinni og 180 særðust. AFP

Að minnsta kosti 64 létust og 180 særðust í loftárás eþíópíska hersins á markað í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu. Talsmaður hersins sagði að skotmark árásarinnar hafi verið uppreisnarmenn. Meðal látinna eru þó börn og óbreyttir borgarar.

Átök i Tigray-héraði hafa aldrei verði verri en undanfarna mánuði en átökin hófust í nóvember síðastliðnum þegar eþíópíski herinn réðist inn í héraðið til að koma þáverandi leiðtoga þess frá völdum.

Meðal látinna eru börn og óbreyttir borgarar.
Meðal látinna eru börn og óbreyttir borgarar. AFP

Sameinuðu Þjóðirnar hafa kallað eftir brýnni rannsókn á loftárásinni.

Kosningar fóru fram í landinu í vikunni en þeim var hins vegar frestað í Tigray vegna átakanna.  

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert