Fyrrverandi forseti Filippseyja látinn

Benigno Aquino.
Benigno Aquino. AFP

Benigno Aquino, fyrrverandi forseti Filippseyja, lést snemma á fimmtudag, 61 árs að aldri. Nýrnabilun varð banamein Aquino, sem var afkomandi einnar frægustu stjórnmálafjölskyldu Asíu. 

Aquino gegndi embætti forseta frá 2010 til 2016 og var einkasonur Corazon Aquino, fyrrverandi forseta Filippseyja, og eiginmanns hennar Benigno Aquino. Hjónin voru bæði dáð fyrir lýðræðisbaráttu sína á eyjunum. 

Aquino var ókvæntur og lést friðsamlega í svefni að sögn systra hans. Hann fæddist 8. febrúar 1960 inn í eina af auðugustu og valdamestu fjölskyldum Filippseyja. 

Hann tilkynnti seint um framboð sitt til forseta árið 2010, aðeins eftir að sá máttur sem fylgdi nafni hans varð honum bersýnilegur þegar móðir hans lést úr krabbameini og þjóðin öll syrgði hana vikum saman. Aquino gerði það að helsta stefnumáli sínu að berjast gegn spillingu og græddi þar mjög á góðu orðspori hans eigin fjölskyldu. 

mbl.is