Verkfræðingar vöruðu við „meiri háttar galla“

Fjór­ir eru látn­ir og 159 er saknað eftir að 12 …
Fjór­ir eru látn­ir og 159 er saknað eftir að 12 hæða íbúðahús hrundi í strandbænum Surfside í Flórída á fimmtudag. AFP

Varað var við „meiri háttar galla“ í skýrslu verkfræðinga um Champlain-turninn sem hrundi að hluta í strandbænum Surfside í Flórída aðfaranótt fimmtudags. 

Skýrslan, sem kom út árið 2018, var nýlega gerð opinber af bæjaryfirvöldum. Samkvæmt henni voru steypuskemmdir undir sundlaug í byggingunni sökum hönnunargalla þar sem ekki var gert ráð fyrir halla undir sundlauginni. Vatn úr sundlauginni hafði því safnast upp sem mögulega olli skemmdum á burðarvirki byggingarinnar. Ekki liggur fyrir hvort umræddar skemmdir orsökuðu hrun hluta byggingarinnar.

Frank Morabito, verkfræðingur og einn höfunda skýrslunnar, bendir skýrt á að þörf sé á að auka vatnsþéttni undir sundlauginni, sem var ekki gert. 

Ekki ligg­ur fyr­ir hve marg­ir voru í öðrum Champlain-turn­anna þegar hann hrundi á fimmtu­dag. 120 manns hafa þegar gefið sig fram við yf­ir­völd. Fjór­ir eru látn­ir og 159 er saknað. 

Leit hefur staðið yfir í rúma þrjá sólarhringa og biðja aðstandendur þeirra sem saknað er fyrir kraftaverki. 136 íbúðir eru í byggingunni og hrundu 55 þeirra.

Björgunarstarf hefur staðið yfir í rúma þrjá sólarhringa.
Björgunarstarf hefur staðið yfir í rúma þrjá sólarhringa. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert