11 ára stúlka fæddi barn í Bretlandi

Móður og barni heilsast vel að sögn breskra miðla. Barnið …
Móður og barni heilsast vel að sögn breskra miðla. Barnið fæddist nokkuð fyrir settan tíma. Myndin er ekki af umræddu barni. AFP

Ellefu ára stúlka fæddi barn í Bretlandi fyrr í mánuðnum og er yngsta móðir Bretlands. 

Daily Mail greinir frá. 

Stúlkan varð ólétt aðeins tíu ára. Stúlkunni og barni hennar heilsast vel að því er fram kemur í breskum miðlum. Barnið fæddist nokkuð fyrir settan tíma. 

Ekki er vitað hvernig þungun hennar bar að en atvikið er til rannsóknar á meðal barnayfirvalda í Bretlandi. 

mbl.is