Konan með skiltið fundin og handtekin

Konan ætlaði væntanlega að skila kveðju til ömmu og afa …
Konan ætlaði væntanlega að skila kveðju til ömmu og afa heima í stofu. Ljósmynd/Twitter

Konan sem olli stórslysi á fyrsta keppnisdegi Frakklandshjólreiðanna, Tour de France, hefur verið handtekin. Hún er nú í haldi lögreglu.

Konan var meðal áhorfenda við keppnisbrautina og hélt á skilti sem á stóð „amma og afi“ á þýsku, en sjónvarpað var frá keppninni.

Skiltið náði inn á brautina og felldi þýska hjólareiðamanninn Tony Martin sem varð til þess að fjöldi keppenda féll á götuna. Konan flúði af vettvangi eftir slysið og hefur lögregla leitað hennar síðan.

Mikill glundroði varð á brautinni og fjölmargir slösuðust.
Mikill glundroði varð á brautinni og fjölmargir slösuðust. AFP

Atvikið olli algjörum glundroða. Tafir urðu á keppninni og átta keppendur þurftu að leita læknisaðstoðar. Einn keppandi þurfti að draga sig alfarið úr keppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert