Tala látinna hækkar og fjölda enn saknað

Leit stendur enn yfir í rústum byggingarinnar.
Leit stendur enn yfir í rústum byggingarinnar. AFP

Tala látinna er komin upp í 16 eftir að fjölbýlishús hrundi til grunna í Miami í Flórída í Bandríkjunum og á annað hundrað er saknað. Þetta segir Francis Suarez, borgarstjórinn í Miami, við fjölmiðla þar vestra.  

Sér­fræðing­ar skoða nú mögu­lega galla á bygg­ing­unni, íbúðat­urni í hverf­inu Surfsi­de í grennd við strönd Miami. Bygg­ing­in hrundi á fimmtu­dags­morg­un, á meðan íbú­ar voru í fasta­svefni.

Viðgerðir áttu að hefjast á hús­inu fljót­lega en það var 40 ára gam­alt. Verktaki sem heim­sótti bygg­ing­una ein­ung­is 36 klukku­stund­um fyr­ir hrunið sagði slökkviliðinu frá al­var­leg­um skemmd­um sem hann sá í bíl­skúr í kjall­ara húss­ins.

Árið 2018 voru íbú­ar húss­ins full­vissaðir um ör­yggi þess, að sögn Su­sönu Al­varez, íbúa í hús­inu. „Eng­inn sagði okk­ur nokk­urn tím­ann að húsið væri í svona slæmu ástandi,“ sagði hún í sam­tali við NBC.

Francis Suarez, borgarstjóri Miami.
Francis Suarez, borgarstjóri Miami. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert