Skutu Palestínumann til bana

Frá átökum nærri Nablus í gær.
Frá átökum nærri Nablus í gær. AFP

Ísraelski herinn skaut Palestínumann til bana í dag, eftir það sem herinn segir hafa verið ofbeldisfullar deilur á milli Palestínumanna og ísraelskra landtökumanna.

Heilbrigðisráðuneyti Palestínu segir Mohammad Fareed Hasan, sem var á þrítugsaldri, hafa verið skotinn til bana í þorpinu Qusra nærri borginni Nablus. Tveir Palestínumenn til viðbótar særðust þegar herinn skaut á þá.

Fréttastofa AFP segir herinn hafa neitað að tjá sig um drápið. Í yfirlýsingu hernaðaryfirvalda segir að herinn hafi brugðist við átökum á milli tuga Palestínumanna og ísraelskra landtökumanna, þar sem grjóti hafi verið kastað á báða bóga.

mbl.is