Löfven falið að halda áfram

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. AFP

Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur falið Stefan Löfven að gegna embætti forsætisráðherra þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér því embætti fyrir viku síðan. 

Stefan Löfven var einnig falið stjórnarmyndunarumboð á fimmtudaginn eftir að Ulf Hjalmari Kristersson, formanni sænska íhaldsflokksins Moderaterna og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, mistókst að mynda starfhæfa stjórn á þinginu.

Löfven hefur þegar þekkst tilnefningu forsetans. Upplýsti hann forsetann um gang viðræðna og var í kjölfarið falið hlutverk forsætisráðherra á ný. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert