Löfven forsætisráðherra á ný

Stefan Löfven.
Stefan Löfven. AFP

Einungis rúmri viku eftir að Stefan Löfven sagði af sér hefur sænska þingið samþykkt að hann taki við forsætisráðherraembættinu á ný. 116 þingmenn greiddu atkvæði með Löfven, 173 gegn honum en 60 sátu hjá. 

Forsætisráðherra þarf ekki meirihluta heldur nægir að meirihluti þingsins sé ekki á móti honum, samkvæmt sænsku stjórnarskránni. 

Eftir að vantrauststillaga á hendur Löfven var samþykkt á sænska þinginu sagði hann af sér til þess að forða því að ganga þyrfti til kosninga.

Í kjölfarið fékk formaður sænska íhalds­flokks­ins Modera­terna, Ulf Kristers­son, stjórnarmyndunarumboð í hendurnar en hann skilaði því og sagði ekki næg­an fjölda þing­manna á sænska þing­inu styðja mynd­un borg­ara­legr­ar hægri­stjórn­ar. 

Þá fékk Löfven stjórnarmyndunarumboðið í sínar hendur. 

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert