Zuma gefur sig fram við lögreglu

Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, ávarpar stuðningsmenn sína fyrr á …
Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, ávarpar stuðningsmenn sína fyrr á þessu ári. AFP

Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, hefur gefið sig fram við lögreglu og mun nú hefja afplánun á 15 mánaða fangelsisdómi sem hann hlaut í lok júní fyrir að vanvirða dómstóla með því að neita að mæta til yfirheyrslu. 

Stjórnartíð Zuma lauk árið 2018, en hann hefur verið ásakaður um að þiggja mútur frá fólki úr viðskiptalífinu á meðan hann var við stjórnvölinn. 

Zuma, sem er 79 ára, var í gærkvöldi fluttur í fangelsi í heimahéraði sínu KwaZulu-Natal, en lögregla hafði varað við því að hann yrði handtekinn ef hann gæfi sig ekki fram fyrir miðnætti. 

Forsetinn fyrrverandi hafði áður neitað að gefa sig fram, en í stuttri yfirlýsingu frá Jacob Zuma-stofnuninni í gærkvöldi kemur fram að hann hafi ákveðið að fara eftir fyrirmælum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert