Játar rán, nauðgun og morð

Lög­reglumaður­inn Wayne Couzens játar að hafa rænt, nauðgað og myrt …
Lög­reglumaður­inn Wayne Couzens játar að hafa rænt, nauðgað og myrt Söruh Everard, 33 ára markaðssérfræðing. AFP

Lög­reglumaður­inn Wayne Couzens játaði fyrir dómi í dag að hafa myrt Söruh Everard. 

Couznes hafði áður játað morðið við fyrirtöku á dómsmáli þar sem hann var ákærður fyrir að hafa rænt og nauðgað Everard, sem hann játaði einnig.

Sam­kvæmt krufn­ing­ar­skýrslu lést Sarah Ever­ard vegna köfn­un­ar við þreng­ingu að hálsi. Ever­ard var markaðssér­fræðing­ur sem hvarf á göngu sinni heim­leiðis frá heim­ili vin­ar hinn 3. mars í suður­hluta Lund­úna. Stór­felld leit hófst að Ever­ard og fund­ust lík­ams­leif­ar henn­ar í skóg­lendi um viku síðar. 

Lögfræðingur Couznes sagði fyrir dómi í morgun að játning lögreglumannsins sýni að hann iðrist gjörða sinna og að hann muni bera byrðina það sem eftir er. Móðir Söruh, sem var í dómsalnum, rétti upp hönd við það tilefni og gaf til kynna, að mati fréttamanns BBC í salnum, að orð hans og játning dygðu lítt. 

„Sarah var stórkostleg, hæfileikarík ung kona sem átti allt lífið …
„Sarah var stórkostleg, hæfileikarík ung kona sem átti allt lífið fram undan sem hefur verið hrifsað frá henni,“ sagði Cressida Dick, lögreglustjóri Lundúnarlögreglunnar, við fyrirtöku dómsmáls í morgun þar sem lög­reglumaður­inn Wayne Couzens játaði að hafa rænt, nauðgað og myrt Söruh Everard. AFP

Cressida Dick, lögreglustjóri Lundúnarlögreglunnar, var viðstödd við fyrirtöku málsins í morgun, og sagði hún vera ævareið og niðurbrotin yfir glæpum Couznes. „Allir innan lögreglunnar hafa verið sviknir.“

„Sarah var stórkostleg, hæfileikarík ung kona sem átti allt lífið fram undan sem hefur verið hrifsað frá henni,“ sagði Dick.  

Í kjöl­far morðs Ever­ard hófst bylgja mót­mæla í Bretlandi sem beind­ust að kyn­bundu of­beldi, ör­yggi kvenna og vald­beit­ingu lög­reglu.

Dómur verður kveðinn upp yfir lögreglumanninum 29. september.

mbl.is