Risapöndur ekki lengur í útrýmingarhættu

Risapöndur, kínversk þjóðargersemi, eru ekki lengur taldar í útrýmingarhættu samkvæmt …
Risapöndur, kínversk þjóðargersemi, eru ekki lengur taldar í útrýmingarhættu samkvæmt skilgreiningu kínverskra yfirvalda. AFP

Risapöndur eru ekki lengur í útrýmingarhættu samkvæmt skilgreiningu kínverska heilbrigðisráðuneytisins. Stofninn er þó enn viðkvæmur. 

Alls eru um 1.800 villtar risapöndur í náttúrunni að því er talið. Sérfræðingar segja að verndaraðgerðir í Kína, líkt og að stækka kjörlendi risapandna, hafi skilað tilætluðum árangri. Ræktun bambusskóga er talin gegna lykilatriði þar sem risapöndur nærast nær einungis á bambus og geta soltið án hans. 

Risapöndur eru álitnar þjóðargersemi í Kína en hafa einnig verið lánaðar til annarra landa í diplómatískum tilgangi, s.s. til að styrkja stjórnmálasamstarf. 

Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (IUCN) tóku risapönduna af lista yfir dýrategundir í útrýmingarhætti árið 2016 og flokka hana nú sem viðkvæma. Kínverskum yfirvöldum þótti hins vegar ekki öruggt að taka slíkt skref fyrr en nú.

Um 1.800 villtar pöndur lifa í náttúrunni um þessar mundir. …
Um 1.800 villtar pöndur lifa í náttúrunni um þessar mundir. Hin 22 ára gamal Mei Xiang er þó ekki meðal þeirra en hún lifir í góðu yfirlæti í Smithsonian-dýragarðinum í Washington, DC. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert